Innlent

Rauði kross Íslands sendir neyðaraðstoð til Líbanons

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að leggja tvær milljónir króna til hjálparstarfs í Líbanon eftir að alþjóða Rauði krossinn sendi út neyðarbeiðni til aðildarsamtaka víða um heim. Rauði kross Íslands kallar ennfremur eftir framlögum frá Íslendingum þar sem reynt verður að senda frekari aðstoð á næstu dögum.

Alþjóða Rauði krossinn lýsir einnig þungum áhyggjum vegna árása sem samtökin segja sjúkraflutningamenn sína og heilsugæslustöðvar hafa orðið fyrir. Bílalest samtakanna flutti 24 tonn af hjálpargögnum til Suður-Líbanons í gær eftir samningaviðræður við Ísraelsmenn, en 2400 sjálfboðaliðar og hjálparstarfsmenn eru nú við störf á vegum Rauða krossins í Líbanon.

Rauði kross Íslands mun fylgjast grannt með ástandinu í Líbanon á næstu dögum og senda þangað frekari fjárframlög og sendifulltrúa ef með þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×