Innlent

Rigningarlaust í sex daga í júní

Aðeins sex alþurrir dagar voru í Reykjavík í júní og Reykvíkingar því orðnir nokkuð sólsveltir. Sundlaugagestir í Laugardalnum létu sólarleysið þó ekki á sig fá á meðan sólbekkirnir lágu ónotaðir í stöflum.

Sólin hefur verið landsmönnum misgóð í júní. Mánuðurinn hefur verið mun betri á norður og austurlandi en á suðvesturhorni landsins. Í Reykjavík voru aðeins sex alþurrir dagar og varð úrkomu því vart 24 daga. Úrkoman í höfuðborginni mældist tæplega 60 millimetrar í júní en meðaltalið eru fimmtíu millimetrar. Tuttugu og þrjú ár er síðan færri alþurrir dagar voru í júní en þá voru þeir fimm talsins. Úrkoman var þó mun meiri árið 2003 eða 90 millimetrar. Á Akureyri hefur úrkoman verið rétt um þriðjungur af meðalúrkomu júnímánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×