Innlent

Stúlkurnar tvær enn í lífshættu

Stúlkan sem lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun var tuttugu ára. Tvær jafnöldrur hennar eru lífshættulega slasaðar.

Stúlkurnar tvær eru á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. Báðar hafa þær verið í aðgerðum í allan dag. Önnur þeirra var flutt til Reykjavíkur með þyrlu en hin með sjúkraflugvél.

Tveir piltar sem voru með stúlkunum, slösuðust minna og voru fluttir á brott með sjúkrabílum. Annar þeirra til Akureyrar, en meiðsl hans eru minniháttar. Hinn var fluttur á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki, en hann hlaut aðeins skrámur og er útskrifaður.

Tildrög slyssins eru enn ekki fullljós, en lögregla telur ökumannin, hafa ekið óvarlega, og of hratt miðað við aðstæður, og misst stjórn á bílnum í krappri beygju á mótum Skagafjarðarvegar og þjóðvegar 1, þannig að hann fór út af veginum.

Fimm-menningarnir voru öll Norðlendingar um tvítugt. Þrír voru ekki í beltum og köstuðust út úr bílnum en beita þurfti klippum til þess að ná að einum út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×