Jónas Örn meistari og 5 milljónum ríkari 25. maí 2006 22:00 Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. Þótt Jónas Örn hafi náð öruggri forystu réðust úrslitin ekki endanlega fyrr en með lokaspurningunni. Ástæðan er sú að þegar staðan var orðinn 22-7 ákvað Jónas Örn að tefla á tvær hættur, slá til og leggja 10 stig að veði fyrir peningaspurningu, sem hann síðan svaraði rangt. Við það fór forysta hans niður í 5 stig - varð 12-7. Í þeirri stöðu varð Jónas Örn hreinlega að svara lokaspurningunni til að tryggja sér sigurinn. Hann lagði eitt stig undir. Spurningin reyndist tóndæmi; atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart og spurningin var hvaða persóna syngi. Og ekki stóð á svarinu; pollrólegur sagði Jónas Örn Fuglafangarann þar á ferð, sjálfan Papagenó. Logi Bergmann spyrill og þáttastjóri bað hann um að endurtaka svarið, sem og hann gerði: Papagenó. Eitt stig í höfn, úrslitastigið, staðan orðin 13-7 og ljóst að Jónas Örn - sjálfur yngsti keppandinn í Meistaranum - hafði unnið frækinn sigur í fyrsta Meistaranum á Stöð 2. Logi Bergmann bauð Ingu Þóru, formsins vegna, að spreyta sig á lokaspurningu sinni. Hún lagði 5 stig undir og svaraði rétt. Lokastaðan varð því 13-12. Logi Bergmann lýsti því þá og þar yfir að Jónas Örn væri fyrsti Meistarinn og afhenti honum sigurlaunin; skjalatösku fulla af peningaseðlum - alls 5 milljónir króna. Ekki nóg með það heldur áttu þau Jónas Örn og Inga Þóra bæði rétt svar við pottspurningunni og skiptu á milli sín 250 þúsund krónum. Í lok þáttarins tilkynnti Logi Bergmann svo að spurningaþátturinn Meistarinn myndi snúa aftur á dagskrá Stöðvar 2 og að aftur stæði til að efna til Meistaraprófs þar sem almenningi gæfist kostur að komast í næstu keppni. Nánar um meistara Jónas Örn HelgasonJónas Örn Helgason er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign. Meistarinn Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. Þótt Jónas Örn hafi náð öruggri forystu réðust úrslitin ekki endanlega fyrr en með lokaspurningunni. Ástæðan er sú að þegar staðan var orðinn 22-7 ákvað Jónas Örn að tefla á tvær hættur, slá til og leggja 10 stig að veði fyrir peningaspurningu, sem hann síðan svaraði rangt. Við það fór forysta hans niður í 5 stig - varð 12-7. Í þeirri stöðu varð Jónas Örn hreinlega að svara lokaspurningunni til að tryggja sér sigurinn. Hann lagði eitt stig undir. Spurningin reyndist tóndæmi; atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart og spurningin var hvaða persóna syngi. Og ekki stóð á svarinu; pollrólegur sagði Jónas Örn Fuglafangarann þar á ferð, sjálfan Papagenó. Logi Bergmann spyrill og þáttastjóri bað hann um að endurtaka svarið, sem og hann gerði: Papagenó. Eitt stig í höfn, úrslitastigið, staðan orðin 13-7 og ljóst að Jónas Örn - sjálfur yngsti keppandinn í Meistaranum - hafði unnið frækinn sigur í fyrsta Meistaranum á Stöð 2. Logi Bergmann bauð Ingu Þóru, formsins vegna, að spreyta sig á lokaspurningu sinni. Hún lagði 5 stig undir og svaraði rétt. Lokastaðan varð því 13-12. Logi Bergmann lýsti því þá og þar yfir að Jónas Örn væri fyrsti Meistarinn og afhenti honum sigurlaunin; skjalatösku fulla af peningaseðlum - alls 5 milljónir króna. Ekki nóg með það heldur áttu þau Jónas Örn og Inga Þóra bæði rétt svar við pottspurningunni og skiptu á milli sín 250 þúsund krónum. Í lok þáttarins tilkynnti Logi Bergmann svo að spurningaþátturinn Meistarinn myndi snúa aftur á dagskrá Stöðvar 2 og að aftur stæði til að efna til Meistaraprófs þar sem almenningi gæfist kostur að komast í næstu keppni. Nánar um meistara Jónas Örn HelgasonJónas Örn Helgason er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign.
Meistarinn Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira