Jónas Örn meistari og 5 milljónum ríkari 25. maí 2006 22:00 Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. Þótt Jónas Örn hafi náð öruggri forystu réðust úrslitin ekki endanlega fyrr en með lokaspurningunni. Ástæðan er sú að þegar staðan var orðinn 22-7 ákvað Jónas Örn að tefla á tvær hættur, slá til og leggja 10 stig að veði fyrir peningaspurningu, sem hann síðan svaraði rangt. Við það fór forysta hans niður í 5 stig - varð 12-7. Í þeirri stöðu varð Jónas Örn hreinlega að svara lokaspurningunni til að tryggja sér sigurinn. Hann lagði eitt stig undir. Spurningin reyndist tóndæmi; atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart og spurningin var hvaða persóna syngi. Og ekki stóð á svarinu; pollrólegur sagði Jónas Örn Fuglafangarann þar á ferð, sjálfan Papagenó. Logi Bergmann spyrill og þáttastjóri bað hann um að endurtaka svarið, sem og hann gerði: Papagenó. Eitt stig í höfn, úrslitastigið, staðan orðin 13-7 og ljóst að Jónas Örn - sjálfur yngsti keppandinn í Meistaranum - hafði unnið frækinn sigur í fyrsta Meistaranum á Stöð 2. Logi Bergmann bauð Ingu Þóru, formsins vegna, að spreyta sig á lokaspurningu sinni. Hún lagði 5 stig undir og svaraði rétt. Lokastaðan varð því 13-12. Logi Bergmann lýsti því þá og þar yfir að Jónas Örn væri fyrsti Meistarinn og afhenti honum sigurlaunin; skjalatösku fulla af peningaseðlum - alls 5 milljónir króna. Ekki nóg með það heldur áttu þau Jónas Örn og Inga Þóra bæði rétt svar við pottspurningunni og skiptu á milli sín 250 þúsund krónum. Í lok þáttarins tilkynnti Logi Bergmann svo að spurningaþátturinn Meistarinn myndi snúa aftur á dagskrá Stöðvar 2 og að aftur stæði til að efna til Meistaraprófs þar sem almenningi gæfist kostur að komast í næstu keppni. Nánar um meistara Jónas Örn HelgasonJónas Örn Helgason er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign. Meistarinn Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. Þótt Jónas Örn hafi náð öruggri forystu réðust úrslitin ekki endanlega fyrr en með lokaspurningunni. Ástæðan er sú að þegar staðan var orðinn 22-7 ákvað Jónas Örn að tefla á tvær hættur, slá til og leggja 10 stig að veði fyrir peningaspurningu, sem hann síðan svaraði rangt. Við það fór forysta hans niður í 5 stig - varð 12-7. Í þeirri stöðu varð Jónas Örn hreinlega að svara lokaspurningunni til að tryggja sér sigurinn. Hann lagði eitt stig undir. Spurningin reyndist tóndæmi; atriði úr Töfraflautunni eftir Mozart og spurningin var hvaða persóna syngi. Og ekki stóð á svarinu; pollrólegur sagði Jónas Örn Fuglafangarann þar á ferð, sjálfan Papagenó. Logi Bergmann spyrill og þáttastjóri bað hann um að endurtaka svarið, sem og hann gerði: Papagenó. Eitt stig í höfn, úrslitastigið, staðan orðin 13-7 og ljóst að Jónas Örn - sjálfur yngsti keppandinn í Meistaranum - hafði unnið frækinn sigur í fyrsta Meistaranum á Stöð 2. Logi Bergmann bauð Ingu Þóru, formsins vegna, að spreyta sig á lokaspurningu sinni. Hún lagði 5 stig undir og svaraði rétt. Lokastaðan varð því 13-12. Logi Bergmann lýsti því þá og þar yfir að Jónas Örn væri fyrsti Meistarinn og afhenti honum sigurlaunin; skjalatösku fulla af peningaseðlum - alls 5 milljónir króna. Ekki nóg með það heldur áttu þau Jónas Örn og Inga Þóra bæði rétt svar við pottspurningunni og skiptu á milli sín 250 þúsund krónum. Í lok þáttarins tilkynnti Logi Bergmann svo að spurningaþátturinn Meistarinn myndi snúa aftur á dagskrá Stöðvar 2 og að aftur stæði til að efna til Meistaraprófs þar sem almenningi gæfist kostur að komast í næstu keppni. Nánar um meistara Jónas Örn HelgasonJónas Örn Helgason er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign.
Meistarinn Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira