Fótbolti

Adriano einbeittur

Adriano á flugvellinum í Rio, á leið til Sviss með landsliðinu þann 21. maí síðastliðinn
Adriano á flugvellinum í Rio, á leið til Sviss með landsliðinu þann 21. maí síðastliðinn MYND/Reuters

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano segist ætla einbeita sér að fullu að Heimsmeistarakeppninni þrátt fyrir þær sögusagnir að Real Madrid hyggjast bjóða í hann.

Þessi 24 ára gamli leikmaður Internazionale á Ítalíu hefur átt í erfiðleikum þetta árið en hefur þrátt fyrir það heitið tryggð sína við félagið. Á meðan hafa fjölmiðlar þar í landi gefið í skyn að ríkasta félag heims, Real Madrid muni bjóða 30 milljónir evra eða um 20 miljón pund og setji Ronaldo upp í kaupin til að tryggja sér þjónustu þessa magnaða framherja.

Einnig er sagt fá því að Adriano fengi níu milljónir evra sex miljón pund í sinn hlut. "Sem stendur hugsar Adriano einungis um landslið sitt og að komast á Heimsmeistarakeppnina sem nálgast hratt," sagði umboðsmaður hans, Gilmar Rinaldi.

Real Madrid voru í öðru sæti yfir flest mörk skoruð í deildinni á eftir meisturum Barcelona, en í kjölfar þess að Zinedine Zidane er að hætta knattspyrnuiðkun og að þær sögusagnir heyrast hærra með hverjum deginum að Ronaldo sé á förum gætu Real þurft að finna sér nýjan sóknarmann.

Heimurinn þarf þó að bíða þangað til eftir Heimsmeistarakeppnina til að sjá hvaða félagi Adriano muni spila með á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×