Fótbolti

Spánn

Spánverjar eru í H riðli með Úkraínumönnum, Túnisum og Sádí - Aröbum. Þeir eru sigurstranglegasta liðið í riðlinum eins og venjan er með spænsk lið. Spánn eru í fimmta sæti á styrkleikalista FIFA.

Spánverjar komast nær undantekningalaust í lokakeppnina og eru oft með frábæran árangur fram að HM. Svo klikkar eitthvað þegar á hólminn er komið. Þeir eru nú búnir að bæta líkamsstyrk við þá hæfileika sem búa í liðinu. Verður það nóg til komast hjá enn einum vonbrigðunum?

Luis Aragones þjálfari liðsins er gamall refur í boltanum. Hann er búinn að vera lengi að og skilar iðulega árangri þar sem hann staldrar við. Spánverjar hafa ekki tapað leik síðan hann tók við í júlí 2004.

Fernando Morientes leikmaður Liverpool hlaut ekki náð fyrir augum Aragones og heldur ekki Ruben Baraja leikmaður Valencia. Hins vegar er urmull af leikmönnum sem leika á Englandi í hópnum eða sex talsins sem er óvenjulegt fyrir spænskt landslið.

Spænski gulldrengurinn Raul, leikmaður Real Madrid, verður að teljast aðalmaðurinn í liðinu. Þó að hann sé að ná sér af meiðslum og hafi aldrei skorað jafn lítið á ferlinum eins og í vetur þá gæti hvíldin komið honum til góða.

Fyrirliði: Raul

Lykilmaður: Raul

Gætu slegið í gegn: Francesc Fabregas og Fernando Torres

Leikmannahópurinn:
1 Iker Casillas

2 Michel Salgado

3 Asier Del Horno

4 Carlos Marchena

5 Carlos Puyol

6 David Albelda

7 Raul

8 Xavi

9 Fernando Torres

10 Jose Antonio Reyes

11 Luis Garcia

12 Guerrero Antonio Lopez

13 Andres Iniesta

14 Xabi Alonso

15 Sergio

16 Marcos Senna

17 Joaquin

18 Francesc Fabregas

19 Santiago Canizares

20 Gutierrez Juanito

21 David Villa

22 Ibanez Pablo

23 Jose Reina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×