Innlent

Um níu af hverjum tíu stjórnendum hér á landi eru karlar

Það hallar verulega á konur í stjórnunarstöðum fyrirtækja hér á landi ef marka má upplýsingar um jafnrétti í stærstu fyrirtækjum Íslands sem Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst hefur nú birt.

Listinn er liður í verkefninu Jafnréttiskennitalan en því er ætlað að sýna svart á hvítu hvaða árangri íslensk stórfyrirtæki hafi náð í jafnréttismálum

Í þeim 100 fyrirtækum sem könnuð voru í rannsókninni voru 54, það er meira en helmingur þeirra, sem hafði enga konu í stjórn.

Af 410 forstjórum þessara fyrirtækja voru 43 konur eða 10,5%.

Elín Blöndal lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála fór með stjórn verkefnisins. Í samtali við NFS greindi hún frá því að verið væri að leggja mælikvarða á jafnrétti í íslenskum fyrirtækjum út frá ýmsum liðum. Tölurnar sem fram hafi komið við rannsókna sagði hún hafa komið sér á óvart. Þá sérstaklega hve fá fyrirtæki voru með helmings hlutfall kvenna, eða meira, í stjórn.

Elín greindi einnig frá því að henni hafi þótt slæmt hve fá fyrirtæki voru með jafnréttisáætlun en hún segir slíkar áætlanir sína vilja í verki til að bæta úr þessum málum. Fyrirtæki hér á landi virðist því leggja lítið upp úr jafnréttismálum í tengslum við ímynd sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×