Innlent

Biðjast afsökunar á nektarmyndum

Útskriftarnemar á 4 stigi vélstjórnardeildar Verkmenntaskólann á Akureyri hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna dreifingu almanaks í nafni Goldfingers með.

"Við útskriftarnemar af 4. stigi vélstjórnardeildar Verkmenntaskólann á Akureyri biðjumst afsökunar á því að hafa dreift almanaki í nafni skemmtistaðarins Goldfingers með blaði okkar Smyrlinum. Þykir okkur leitt að hafa ekki borið ákvörðun um slíkt undir stjórn skólans, sem á engan þátt í dreifingu þess og innihaldi, né Vélstjórafélag Íslands. Við hörmum ef ofangreint atvik hefur sært blygðunarkennd fólks og biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki gert okkur grein fyrir alvarleika málsins".

Fh. útskriftarhóps 4. stigs vélstjóra í VMA,

Jakob Björnsson, ábyrgðarmaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×