Sport

Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár

Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga.



Guðmundur Freyr Jónsson vann Vikar Karl Sigurjónsson í léttþungavigt eldri karla.

Aðalsteinn Ingi Halldórsson vann Sævar Loga Viðarsson í veltivigt yngri karla.

Áslaug Rós Guðmundsdóttir vann Arndísi Sigursteinsdóttir í léttvigt yngri kvenna.

Sæþór Pétursson vann Þorleif Guðna Magnússon í millivigt yngri karla.

Gunnar Óli Guðjónsson vann Gísla Rúnar Gunnarson í léttveltivigt eldri karla.

Davíð Rafn Björgvinsson vann Viðar Engilbertsson í léttþungavigt yngri karla.

Egill Jónsson vann Sigurjón Arnórsson í þungavigt yngri karla.

Stefán Breiðfjörð vann Alexei Pál Siggeirsson í millivigt eldri karla.

Þórir Fannar Þórisson vann Daníel Þórðarson í veltivigt eldri karla.

Lárus Mikael Daníelsson vann Arnar Óskar Bjarnason í þungavigt eldri karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×