Innlent

Deilt um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á Alþingi

Stálin stinn mætast nú á Alþingi þar sem stjórn og stjórnarandstaða hafa deild um þingstörf og frumvarp ríkisstjórnarinnar um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Þing hófst á hádegi í dag eftir páskafrí og þá gangrýndi stjórnarandstaðan harkalega forseta þingsins fyrir að að riðla áætlun þess og taka inn stjórnarfrumvörp svo skömmu fyrir þinglok. Stjónarliðar svöruðu fullum hálsi og ekki tók betra við þegar önnur umræða hófst um hlutafélagavæðingu RÚV, sem hófust um tvöleytið. Gegn henni leggjast stjórnarnandstæðingar og hafa þeir sem hafa tekið til máls talað lengi. Því má búast við að umræðurnar standi langt fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×