Innlent

Braust inn í sex bíla

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri í nótt eftir að hann hafði brotist inn í sex bíla í bænum. Maðurinn hafði einhverja smámynt upp úr krafsinu.

Að sögn lögreglu bar maðurinn því við að hann væri svo félítill að hann hefði eingöngu lifað á pasta upp á síðkastið, og leiðangurinn í nótt væri liður í því að auka fæðuvalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×