Innlent

Reyndi að brjótast inn í bíl

MYND/Róbert

Karlmaður var handtekinn um tvöleytið í nótt fyrir tilraun til að stela bíl. Maðurinn reyndi að komast inn í bílinn í Múlahverfinu í Reykjavík en hans varð vart þegar þjófavarnarkerfi í bílnum fór í gang. Maðurinn gistir nú fangageymslur. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir slík brot. Þegar lögreglan náði honum í nótt kom í ljós að maðurinn hafði fyrir nokkru fengið lánaðan bíl í reynsluakstur á bílasölu og ekki haft fyrir því að skila honum aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×