Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir slagsmál

MYND/Haraldur

Ungur karlmaður var fluttur á slysadeild Landsspítala-Háskólasjúkrahús eftir slagsmál í miðborginni. Einhverjar ryskingar áttu sér stað milli hans og annars manns og lenti ungi maðurinn með hendina í rúðu, sem brotnaði, og skarst maðurinn nokkuð. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg.

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni sem er minna en venjulega gerist um helgar. Skylda var að loka skemmtistöðum klukkan þrjú í nótt en heimilt er að opna þá á ný á miðnætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×