Innlent

Annir hjá björgunarsveitum

Hjón á vélsleða fóru fram af snjóhengju rétt fyrir ofan Grenivík í gær. Hjónin reyndust ekki mikið slösuð en kalla þurfti út björgunarsveit til að aðstoða þau.

Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í gær enda margir á ferðinni þegar snjórinn lætur loks sjá sig. Eftir að leit af feðgum á Langjökli lauk fóru þrír vélsleðar í gegnum ís á Ólafsfjarðarvatni enginn var þó í hættu þar. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu einnig slasaðann mann sem féll á snjóbretti fyrir austan auk þess að hjálpa fjölda fólks sem festi bíla sína á heiðum þar sem færð var slæm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×