Innlent

Vélsleðamennirnir fundnir

Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í Hallmannahrauni síðan á miðnætti eru fundir heilir á húfi.

Mennirnir fundust heilir á húfi um klukkan tíu í morgun. Þeir höfðu ætlað í stuttan vélsleðatúr um Geitlandsjökul, sem er á suðausturodda Langjökuls. Mennirnir ætluðu síðan að snúa til baka og aka á bíl í skorradal þar sem beðið var eftir þeim. Þangað ætluðu þeir að vera komnir um kvöldmatarleytið. Þegar ekkert hafði heyrst frá þeim um ellefu í gærkvöld, var óskað eftir aðstoðar björgunarsveitar. Yfir tvö hundruð manns leituðu í alla nótt. Í morgun fundust síðan vélsleðar mannanna í Hallmundarhrauni en mennina var hins vegar hvergi að finna. Leit hélt því áfram og fundust mennirnir loksins um tíu í dag heilir á húfi. Það var vél varnarliðsins sem fann mennina og var farið með þá til Borgarness þar sem skýrsla var tekin af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×