Innlent

Þrjú sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg

Eitt skipanna, Ulla 4LLA, á Reykjaneshrygg í gær.
Eitt skipanna, Ulla 4LLA, á Reykjaneshrygg í gær. MYND/Landhelgisgæslan
Þrjú svokölluð sjóræningjaskip sem skráð eru í Georgíu sáust á svæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar á Reykjaneshrygg í gær. Það var áhöfn TF-SYN, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar, sem kom auga á skipin í eftirlitsflugi. Þetta eru skipin Pavlovsk 4LNI, Dolphin 4LEQ og Ulla 4LLA. Aðeins sást til þess fyrstnefnda að veiðum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×