Innlent

Nýi Baldur ekki enn kominn til landsins

Nýi Baldur er ekki enn kominn til landsins en til stóð að hann hæfi siglingar yfir Breiðarfjörð í dag. Skipið hefur lent í vonsku veðri á heimleiðinni og verður ekki á móts við Færeyjar fyrr en undir kvöld. Hugsanlega verður dokað þar eitthvað við þar sem spáð er stormi á suðausuturmiðum. Enn er þó vonast til að nýi Baldur geti hafið siglingar á milli Brjánslækjar og Stykkishólms á laugardag en þangað til munu minni skip Sæferða sinna öðrum flutningum en bílaflutningum yfir fjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×