Innlent

Blúshátíð í Reykjavík sett

MYND/Hörður

 

Blúshátíð í Reykjavík var sett í dag og var söngkonan Andrea Gylfadóttir heiðruð við það tilefnið fyrir framlag sitt til blústónlistar.

Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og fer hún að mestu fram á Nordica hotel. Hátíðin hófst í dag og stendur fram á föstudag en þá verða sérstakir tónleikar í Fríkirkjunni. Blúsdívurnar frá Chicago, Deitra Farr, Zora Young og Grana Louis ásamt Mississippiblúsmanninum Fruteland Jackson verða aðalgestir hátíðarinnar. Fjöldi íslenskra blúslistamanna kemur þar einnig fram.

Blúsfélag Reykjavíkur veitti Andreu Gylfadóttur, söngkonu, verðlaun fyrir framlag hennar til blústónlistar en Andrea hefur sungið blús síðustu tvo áratugina. Þeir sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Magnús Eiríksson og Björgvin Gíslason.

Hægt er að nálgast miða á hátíðina á midi.is, í verslunum Skífunnar og á Nordica hotel frá klukkan sjö á kvöldin á meðan hátíðin stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×