Innlent

LSH dæmt til að greiða bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Valgarður Gíslason

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Landspítalann Háskólasjúkrahús til að greiða manni sem gekkst undir aðgerð á hné rúmar sex milljónir í bætur vegna varanlegrar örorku sem hann hlaut vegna hennar.

Maðurinn lenti í vinnuslysi í febrúar 1999 þegar hann féll af palli bíls og fékk við það snúningsáverka á hné. Með aðgerðinni átti að reyna að rétta hnéð við og er það mat héraðsdóms að læknarnir sem önnuðust manninn hafi hætt meðferð of snemma sem leiddi til þess að réttingin mistókst.

Sjúkrahúsinu er því gert að greiða manninum rúmar sex milljónir í bætur ásamt vöxtum en gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×