Innlent

Mál gegn fyrrverandi ritstjórum DV tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur

Í dag var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál manns sem lagður var inn á Landspítalann vegna hermannaveiki, gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um málið.

Blaðið birti bæði nafn mannsins og mynd af honum. Maðurinn var ekki sáttur við að blaðið skyldi fjalla um einkamálefni hans með þessum hætti. Málið er sótt á grundvelli hegningarlaga. Tómas Eiríksson, lögmaður mannsins, segir að verið sé að reyna á hversu langt fjölmiðlar mega ganga í umfjöllun um einkalíf fólks. Bæði er krafist refsingar og bóta í málinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×