Innlent

Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg

Tryggingafélagið Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg með tveimur akreinum í hvora átt, vegriði á milli og lýsingu alla leið. Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá segir í viðtali við NFS að í rauninni vilji félagið, ásamt nokkurm fjárfestum, flýta þessu nauðsynjaverki og að víða megi finna dæmi þess erlendis að einkaaðilalr og ríki taki saman höndum við viðlíka framkvæmdir.

Síðan mætti hugsa sér að ríkið greiddi eiganda vegarins veggjald af hverjum bíl sem færi um veginn, eða að vegtollur yrði innheimtur eins og við Hvalfjarðargöng. Hugmyndin er að breikka veginn eitthvað austur fyrir Hellisheiði, janfvel til Selfoss og yrðu öryggissjónarmið höfð í fyrirúmi við gerð vegarins.

Eins og nú háttaði til væri meðal kostnaður við tjón á Suðurlandsvegi umtalsvert hærri en annarstaðar, meðal annars vegna þess að ekki væri vegríð á milli bíla úr gagnstæðum áttum. Þór segir að málið hafi þegar verið reifað við samgönguráðherra, sme hafi tekið vel í það, en allt er málið enn á frumstigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×