Innlent

Eldur kom upp hjá Hringrás

Eldur kom upp í bát hjá Hringrás á ellefta tímanum í morgun. Verið var að rífa bátinn niður þegar eldurinn kom upp. Einn dælubíll frá slökkviliðinu í Reykjavík fór á staðinn og gengur slökkvistarf vel. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki talin hætta á að eldurinn breiðist út en fyrirtækið er á svokallaðri gjörgæslu þar sem á landi þeirra er mikið af eldfimum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×