Innlent

Línuskipið Tjaldur tók niðri í Eyjafirði

Línuskipið Tjaldur tók niðri innarlega í Eyjafirði snemma í morgun þegar skipið var að koma úr róðri og kallaði skipstjóri á aðstoð hafnsögubátsins á Akureyri. Hann náði skipinu strax út, sem sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar og verður botninn kannaður í dag. Talið er að skemmdir séu litlar sem engar þar sem skipið rak á grynningarnar á lítilli ferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×