Innlent

Eldur í Strikinu á Akureyri

Nokkurt tjón varð á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, sem áður hét Fiðlarinn, þegar eldur kviknaði við grillið þar í gærkvöld. Staðurinn var þegar rýmdur og þurftu slökkviliðsmenn að rjúfa vegg til að komast að rótum eldsins, en eftir það gekk slökkvistarf vel. Síðan þurfti að reykræsta staðinn og fyrir liggur hreinsunarstarf í dag. Talið er að hiti frá grillinu hafi valdið íkveikjunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×