Innlent

Samruni grunnneta til Samkeppnisstofnunar

MYND/Eggert Jóhannesson

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að hugsanlegur samruni eða samvinna Orkuveitu Reykjavíkur og Símans um grunnnet í jörðu hljóti að koma inn á borð Samkeppnisstofnunar ef af verður.

Hrafnkell var á Fréttavaktinni fyrir hádegi í morgun og sagði það ekki endilega gott að öll grunnnetsþjónusta sé á einni og sömu hendinni. Hann sagði ekki hægt að bera þjónustuna saman við vegakerfið og segja með þeim rökum að samkeppni væri óhugsandi, heldur þvert á móti styðji Póst- og fjarskiptastofnun samkeppni á netmarkaði, hvar sem henni verði viðkomið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×