Innlent

Rammagerðin og Sjóklæðagerðin í Leifsstöð

MYND/Teitur

Rammagerðin og Sjóklæðagerðin hefja verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu mánaðamót um leið og Íslenskur markaður hverfur úr flugstöðinni. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður. Í tilkynningu vegna samningsins segir að Sjóklæðagerðin selji útvisvar- og sportfatnað en Rammagerðin selur eins mörgum er kunnugt íslenskt handverk. Fyrirtækin taka við þessum vöruflokkum frá Íslenskum markaði sem hlutafélag Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur rekið undanfarin tvö ár. Frá og með 1. apríl hætti Íslenskur markaður rekstri í flugstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×