Innlent

Sameinast í Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins verða sameinaðar í nýja miðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga. Tilgangur þessarra breytinga er að sögn iðnaðarráðherra að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu.

Frumvarpið verður lagt fyrir á næatu dögum og er verkefnið sem um ræðir eitt það umfangsmesta sem unnið hefur verið að um árabil á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Í því er gert ráð fyrir fjölmörgum þekkingasetrum víða um land sem er ætlað að vera drifkraftar nýsköpunar og atvinnuþróunar í landinu. Þar eiga að tengjast saman starfsemi háskóla, rannsóknastofnana, þekkingafyrirtækja og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður eitt af þessum þekkingasettrum og verður staðsett á Sauðárkróki.  

Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að áfram verði rekin öflug tæknirannsókna- og frumkvöðlastarfsemi á Keldnaholti. Þá verður sérstök áhersla lögð á þekkingasetur í tengslum við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði, Þekkingarnet Austurlands á Egilsstöðum og Háskólann á Akureyri. Ekki kemur til þess að störf verði færð til heldur verður yfirbyggingin staðsett á Sauðárkróki og vonast iðnaðarráðherra að fleiris törf skapist vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×