Aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar 27. mars 2006 10:36 Forráðamenn stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 75 prósent aðspurðra telja aðstæðurnar góðar en um 11 prósent telja þær slæmar. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður almennt góðar er hærra á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni eða um 80 % í höfuðborginni en um 62% úti á landi. Fleiri telja aðstæðurnar vera góðar nú heldur en þegar síðasta mæling var gerð í október 2005. Þegar forráðamenn fyrirtækjanna eru beðnir um mat á stöðu efnahagsmála sex mánuði fram í tímann telja 17 prósent þeirra að aðstæður verði betri. Hlutfall þeirra sem telja ástandið verða óbreytt eftir sex mánuði mælist 60 % en 23 % aðspurðra telja að aðstæður muni versna. Almennt virðast forráðamenn fyrirtækja vera svartsýnni ef horft er til næstu tólf mánaða. Þá telja um 20 prósent að aðstæður muni batna og 36 prósent að þær muni versna. Hlutfall þeirra sem telja að aðstæður eftir 12 mánuði muni versna er þó lægra en í síðustu mælingu og eru menn því ekki jafn svartsýnir og þeir voru í október. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna mismunandi atvinnugreina þá eru það helst fyrirtæki í sjávarútvegi sem eru almennt bjartsýnni um horfur á næstu tólf mánuðum samanborið við aðrar atvinnugreinar. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Hún var gerð á tímabilinu 9. febrúar til 3. mars 2006 og voru alls 388 fyrirtæki í úrtakinu. Svarhlutfall var 68,3 prósent. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Forráðamenn stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 75 prósent aðspurðra telja aðstæðurnar góðar en um 11 prósent telja þær slæmar. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður almennt góðar er hærra á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni eða um 80 % í höfuðborginni en um 62% úti á landi. Fleiri telja aðstæðurnar vera góðar nú heldur en þegar síðasta mæling var gerð í október 2005. Þegar forráðamenn fyrirtækjanna eru beðnir um mat á stöðu efnahagsmála sex mánuði fram í tímann telja 17 prósent þeirra að aðstæður verði betri. Hlutfall þeirra sem telja ástandið verða óbreytt eftir sex mánuði mælist 60 % en 23 % aðspurðra telja að aðstæður muni versna. Almennt virðast forráðamenn fyrirtækja vera svartsýnni ef horft er til næstu tólf mánaða. Þá telja um 20 prósent að aðstæður muni batna og 36 prósent að þær muni versna. Hlutfall þeirra sem telja að aðstæður eftir 12 mánuði muni versna er þó lægra en í síðustu mælingu og eru menn því ekki jafn svartsýnir og þeir voru í október. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna mismunandi atvinnugreina þá eru það helst fyrirtæki í sjávarútvegi sem eru almennt bjartsýnni um horfur á næstu tólf mánuðum samanborið við aðrar atvinnugreinar. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Hún var gerð á tímabilinu 9. febrúar til 3. mars 2006 og voru alls 388 fyrirtæki í úrtakinu. Svarhlutfall var 68,3 prósent.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira