Innlent

Harður árekstur varð rétt ofan við Höfðabakka og Gullinbrú

Harður árekstur varð rétt ofan við gatnamótin á Höfðabakka og Gullinbrú rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Bifreið var ekið aftan á aðra með þeim afleiðingum að sú tókst á loft, lenti á tré og þaðan á kyrrstæðan bíl sem var lagt á bílastæði ofan við götuna. Bifreiðin endaði síðan fór sína á grjótgarði sem aðskilur bílastæðið og götuna. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka en tveir bílanna eru ónýtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×