Innlent

Danske bank sökkti Færeyjum

Danske Bank lék ekki einvörðungu stóra rullu í hruni hagkerfis Færeyinga 1990 heldur naut bankinn aðstoðar danskra stjórnmálamanna við að flýja landið þegar allt var að komast í kalda kol, segir Högni Hoydal, þingmaður Færeyja á danska þjóðþinginu.Bankinn kom þó ekki upplýsingum á framfæri sem kafsigldu hagkerfið eins og Halldór Ásgrímsson hélt fram í fréttum NFS í gærkveldi.

Högni segir ástæðuna fyrir greiningu Danske Bank nú vera þá að bankinn óttist vaxandi áhrif Íslendinga á danskt efnhagslíf.

Í viðtali við NFS sagði Halldór að Danske Bank hefði sett fram upplýsingar sem komu Færeyjungum á efnhagslega kaldan klaka.Högni segir þetta ekki alls kostar rétt hjá halldóri hvað Færeyjar varðaði. Dæmið af Færeyjum væri frábrugðið því sem nú gerðist á milli Íslands og Danmerkur. Þegar efnhahagskreppan sem Danske Bank átti stóran þátt í dundi yfir flúði bankinn landið og skyldi Færeyinga eftir með skuldirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×