Innlent

Vilja endurskoðun á samgönguáætlun

MYND/E.Ól

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að Alþingi og samgönguyfirvöld endurskoði nú þegar samgönguáætlun og veiti meira fé til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn segir að binda verði enda á kílómetra langar raðir sem myndist á álagstímum á aðalæðum bæjarins.

Athygli vekur að allir fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, bæði samfylkingarfólk og sjálfstæðisfólk, samþykktu á fundi sínum á miðvikudag að hvetja stjórnvöld til að endurskoða samgönguáætlun með það að markmiði að auka fé til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu og greiða þannig fyrir umferð.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það sjái allir sem fari um höfuðborgarsvæðið hver staðan sé í umferðarmálaum. Það dugi ekki lengur að 20 prósent af heildarframlögum til samgöngumála fari verkefni á höfuðborgarsvæðinu þar sem 80 prósent umferðarinnar sé.

Aðspurður hver séu mikilvægustu verkefnin segir Lúðvík að það séu tengibrautirnar milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hafnfirðingar hafi upplifap sig í gíslingu á suðurhluta svæðisins þar sem umferðarflæðið gegnum Garðabæ, Kópavog og til Reykjavíkur hafi verið mjög erfitt. Nú sé loksins verið að fara í tvöföldun á Reykjanesbrautinni í Garðabæ en stíflur séu á gamla Hafnarfjarðarveginum þar bílalestir séu kílómetra langar á mestu annatímum. Þetta verði ekki leyst nema með aðgerðum.

 

Aðspurður segir Lúðvík samstöðu meðal stjórnenda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um að krefjast meira fjármagns til samgangna. Þá segir hann að menn þekki umræðuna um Sundabraut og Reykjanesbratu. Það séu verkefni sem séu komin af stað en meira þurfi til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×