Innlent

Gljúfrasteinn opnaður á ný

Við Gljúfrastein.
Við Gljúfrastein. Mynd/Vilhelm

Laxnes safnið að Gljúfrasteini hefur verið opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Verið er að klára eldhúsið en það hefur hingað til ekki verið til sýnis.

Um 12. þúsund gestir hafa komið á safnið frá því að það var opnað í september árið 2004. Safninu svo lokað í janúar vegna viðgerða en það var opnað á ný um síðustu helgi. Skipt var um lagnir og heilu veggirnir fengu að fjúka í skiptum fyrir nýja. Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins, segir að tekin hafi verið sýni úr veggjum hússins og þau hafi gefið til kynna að nauðsynlegt væri að skipta um veggi en einangrunin var orðin léleg. Þá var einnig skipt um lagnir í húsinu. Eldhúsið var einnig tekið í gegn og verður það tilbúið til sýninga innan skamms.

 

Kaldakvíslin rennur í rólegheitum bakvið Gljúfrastein og áarniðurinn hefur eflaust haft góð áhrif á Nóbelskáldið þegar hann sat við skriftir. Húsið þótti nýtískulegt þegar það var byggt en það hefur elst vel og er enn jafn glæsilegt og það var fyrir rúmum sextíu árum. Guðný segir að það sé einkum stærð hússins sem virðist vekja undrun safngesta, en húsið virðist vera mun stærra frá veginum séð en þegar komið er inn í það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×