Innlent

Mun fleiri konur atvinnulausar á Vestfjörðum

Frá Súðavík
Frá Súðavík Mynd/Vísir

Konur eru í miklum meirihluta atvinnulausra á Vestfjörðum samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að 62 konur og tíu menn séu á atvinnuleysisskrá en atvinnulausum karlmönnum hefur fækkað úr 17 frá því í byrjun mars. Tölur yfir fjölda atvinnulausa á Vestfjörðum hafa sveiflast nokkuð það sem af er árinu en í upphafi árs voru 99 mann skráðir atvinnulausir, þar af 79 konur og 20 karlmenn. Á vef Svæðisvinnumiðlunar eru auglýst 44 störf í boði sem mestmegnis eru við fiskvinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×