Innlent

Krefjast kennitölu við sölu á gjaldeyri

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist ekki alltaf lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga að bankar krefjist skilríkja og kennitölu þegar keyptur er gjaldeyrir. Hins vegar geti það verið réttlætanlegt málið snýst um háar fjárhæðir.


Persónuvernd sendi þetta álit frá sér vegna kvörtunar frá einstaklingi sem hafði reynt að kaupa gjaldeyri í tveimur bönkum en var þá beðinn um kennitölu sína í báðum tilvikum sem hann unni ekki. Persónuvernd leggur til að óvissu verði eytt um það hvenær fjármálastofnunum er heimilt að krefja viðskiptamann um kennitölu við kaup á gjaldeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×