Alcoa segist ekki framleiða hergögn 20. mars 2006 18:16 Alcoa hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Andra Snæs Magnasonar í fréttum NFS í gærkvöld. Þar hafna forsvarsmenn fyrirtækisins því að það sé í hergagnaframleiðslu en viðurkenna að þeir framleiði einstaka hluti úr áli sem notaðir séu við smíði Tomahawk-flugskeyta. Ályktunin er svohljóðandi: „Vegna ranghermis og ósanninda Andra Snæs Magnasonar rithöfundar í fréttaviðtali á NFS sunnudaginn 19. mars sl. vill Alcoa Fjarðaál taka fram eftirfarandi: Alcoa er leiðandi álframleiðandi í heiminum. Ál frá Alcoa er notað til framleiðslu á ótal hlutum til notkunar í daglegu lífi, stórra sem smárra. Þar má nefna álpappír til heimilisnota, lyfjaumbúðir, gosdósir, alls kyns tæki til byggingaiðnaðar, íhluti í bifreiðar, heimilistæki og fleira. Álhlutir frá Alcoa eru einnig notaðir af öðrum við framleiðslu nánast allra farartækja í veröldinni, svo sem ferja, flutninga- og fjölskyldubíla, flugvéla, geimflauga og til hergagnaframleiðslu, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og í V-Evrópu. Alcoa framleiðir t.d. íhluti í bifreiðar fyrir Ford og Ferrari, en er samt ekki bifreiðaframleiðandi. Alcoa framleiðir einstaka hluti úr áli sem m.a. eru notaðir við smíði á Tomahawk flugskeytinu, sbr. frétt um það frá 1. desember 2005 á vefsíðu fyrirtækisins, www.alcoa.com. Andri Snær heldur því m.a. fram í fyrrnefndu viðtali á NFS að Alcoa „...framleiði til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi sem að mörgum gæti brugðið við að lesa um." Þetta er rangt. Alcoa rekur mjög meðvitaða stefnu um upplýsingagjöf. Fyrirtækið hefur ekkert að fela. Það greinir reglubundið frá einstökum atriðum fjölþættrar starfsemi í fréttatilkynningum, hvort heldur það eru samningar við framleiðendur bifreiða, flugvéla eða hergagna eða annað.Með sömu rökum og Andri Snær hefur notað má halda því fram að allir þeir framleiðendur plasts, stáls, gúmmís, hjólbarða, véla og vélahluta, sem selja vörur sínar til vopnaframleiðslu séu þar með vopnaframleiðendur. Slíkt er fjarstæðukennt." Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Alcoa hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Andra Snæs Magnasonar í fréttum NFS í gærkvöld. Þar hafna forsvarsmenn fyrirtækisins því að það sé í hergagnaframleiðslu en viðurkenna að þeir framleiði einstaka hluti úr áli sem notaðir séu við smíði Tomahawk-flugskeyta. Ályktunin er svohljóðandi: „Vegna ranghermis og ósanninda Andra Snæs Magnasonar rithöfundar í fréttaviðtali á NFS sunnudaginn 19. mars sl. vill Alcoa Fjarðaál taka fram eftirfarandi: Alcoa er leiðandi álframleiðandi í heiminum. Ál frá Alcoa er notað til framleiðslu á ótal hlutum til notkunar í daglegu lífi, stórra sem smárra. Þar má nefna álpappír til heimilisnota, lyfjaumbúðir, gosdósir, alls kyns tæki til byggingaiðnaðar, íhluti í bifreiðar, heimilistæki og fleira. Álhlutir frá Alcoa eru einnig notaðir af öðrum við framleiðslu nánast allra farartækja í veröldinni, svo sem ferja, flutninga- og fjölskyldubíla, flugvéla, geimflauga og til hergagnaframleiðslu, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og í V-Evrópu. Alcoa framleiðir t.d. íhluti í bifreiðar fyrir Ford og Ferrari, en er samt ekki bifreiðaframleiðandi. Alcoa framleiðir einstaka hluti úr áli sem m.a. eru notaðir við smíði á Tomahawk flugskeytinu, sbr. frétt um það frá 1. desember 2005 á vefsíðu fyrirtækisins, www.alcoa.com. Andri Snær heldur því m.a. fram í fyrrnefndu viðtali á NFS að Alcoa „...framleiði til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi sem að mörgum gæti brugðið við að lesa um." Þetta er rangt. Alcoa rekur mjög meðvitaða stefnu um upplýsingagjöf. Fyrirtækið hefur ekkert að fela. Það greinir reglubundið frá einstökum atriðum fjölþættrar starfsemi í fréttatilkynningum, hvort heldur það eru samningar við framleiðendur bifreiða, flugvéla eða hergagna eða annað.Með sömu rökum og Andri Snær hefur notað má halda því fram að allir þeir framleiðendur plasts, stáls, gúmmís, hjólbarða, véla og vélahluta, sem selja vörur sínar til vopnaframleiðslu séu þar með vopnaframleiðendur. Slíkt er fjarstæðukennt."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira