"Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" 19. mars 2006 20:14 Mourinho var eins og hljómsveitarstjóri á hliðarlínunni í kvöld. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira