Innlent

Fræða ungmenni um kynlíf

Læknanemar fara í yfir 200 heimsóknir á þessu ári í menntaskóla til að fræða ungmenni um kynlíf. Um er að ræða sjálfboðaverkefni sem staðið hefur í nokkur ár og er árangurinn að þeirra mati góður. Læknanemar hafa staðið fyrir kynfræðslu meðal menntaskólanema í nokkur ár.

Karl Erlingur Oddason, formaður Ástráðs, segir verkefni hafa byrjað árið 1999. Nokkrir nemendur í læknisfræði sem höfðu áhuga á kynfræðslu hafi tekið sig saman og byrjað að fara í 1.bekk í framhaldsskólum með kynfræðslu. Upphaflega hafi þetta verið fræðslan verið miðuð að kynsjúkdómum þar sem klamydíutilfellum hafi fjölgað mikið á þessum tíma.

Allir læknanemarnir sem koma að fræðslunni eru í sjálfboðastarfi en að öðru leyti er stuðst við styrki. Verkefnið hefur stækkað jafnt og þétt en farnar eru í kringum 200 heimsóknir á ári. Karl segir markmiðið að fá krakkana til að taka þátt í tímunum og oft skapist mjög líflegar umræður. Hann segir árangurinn að verkefninu góðan en eftir að verkefnið byrjaði hafi þungunum hjá ungum stúlkum fækkað mjög, klamydíutilfellum og einnig fóstureyðingar. Karl segir þau að hluta vilja þakka sér þessa niðurstöðu.

Hann telur nálgunaraðferðir þeirra hafa mikið að segja fyrir árangurinn. Þau reyna nálgast nemendurna sem jafningja en þau sækjast eftir að fá umræður og fara í ýmsa leiki en markmiðið er að hafa þetta eins ólíkt fyrirlestri og hægt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×