Innlent

Ungir, gamlir, konur, karlar tefla

Konur, karlar, ungir, gamlir, múslimar, gyðingar og kristnir sitja nú þungt hugsi í Skákhöllinni í Faxafeni, á aljóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Það skitpir engu hvaðan þú kemur eða hverra manna þú ert á Reykjavíkurskákmótinu. Það eina sem máli skiptir er hvort þú hafir áhuga á skák og kannt mannganginn. Á mótinu etja kappi stórmeistarar og minni spámenn, konur og karlar, ungir og gamlir, múslimar og kristnir.

Mótið í ár er það langstærsta í sögu Reykjavíkurskákmótsins. Keppendur eru hundrað og tveir talsins og koma frá öllum heimshornum. Meðal keppenda eru afríkubúar en það er í fyrsta skipti sem keppendur koma þaðan. Yngsti keppandinn er 11 ára stúlka sem heitir Mona Khaled en hún er arabameistari og afríkumeistari kvenna yngri en tuttugu ára. Elsti keppandinn er 84 ára og heitir Bjarni Magnússon sem náði þeim stórkostlega árangri á mótinu að sigra mjög sterkan FIDE meistara. Fjöldi kvenna á mótinu hefur aldrei verið meiri en þær eru sextán sem verður að teljast gott þar sem fram til ársins 1994 höfðu aðeins fimm konur tekið þátt á mótunum öllum samanlagt. Efstur á mótinu sem stendur er undrabarnið frá Noregi, Magnus Carlsen með þrjá vinninga úr jafn mörgum skákum og efstur Íslendiga er Hannes Hlífar Stefánsson með þrjá vinninga úr fjórum skákum. Alls verða leiknar níu umferðir á mótinu en því líkur á þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×