Innlent

Tók fyrstu skóflustungu án leyfis

Steinunn Valdís Óskarsdóttir Borgarstjóri  í Reykjavík tók fyrstu skóflustunguna að stórri viðbyggingu við Egilsshöll án þess þó að byggingaleyfi lægi fyrir framkvæmdunum. Það er fyrirtækið Nýsir sem stendur að þessum framkvæmdum en það hyggst reisa tíu þúsund fermetra nýbyggingu sunnan Egilshallar. Í nýbyggingunni verður fjögurra sala kvikmyndahús í eigu Sambíóanna sem mun rúma allt að 1.000 manns, 36 brauta keilusalur og þemasýning sem ber nafnið "Auga Óðins" en henni verður komið fyrir neðanjarðar. Eitthvað átti Borgastjóri í erfiðleikum með að munda skófluna en á endanum tókst þetta þó við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir stækkun verður lóð Egilshallar 94.000 m2, ný aðkoma verður að höllinni þar sem hringtorg verður gert á Víkurvegi með nýrri aðkomu og bílastæðum fjölgað í 2.000. Þrátt fyrir að byggingarleyfi sé ekki til staðar sagði Borgastjóri vænta þess að það yrði afgreitt hjá byggingafulltrúa á morgun eða hinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×