Innlent

Framboð Íslands með stuðning 60 ríkja

MYND/Valgarður Gíslason

Framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ hefur þegar fengið skriflega staðfestan stuðning um 60 ríkja af 191 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði Ísland eiga vísan stuðning ýmissa annarra smáríkja og nefndi þar meðal annars að í Karíbahafinu væru fimmtán til tuttugu eyríki sem líklega myndu greiða Íslandi atkvæði sitt. Hann bætti því þó við að kosningar til alþjóðaembætta færu oft á annan veg en skriflegar stuðningsyfirlýsingar bentu til, enda væru kosningarnar leynilegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×