Innlent

Erlendir stórmeistarar eru efstir og jafnir á Reykjavíkurskákmótinu

Fimm erlendir stórmeistarar eru efstir og jafnir á Reykjavíkurskákmótinu en Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir íslensku keppendanna með 2,5 vinning. 

Þriðju umferð Reykjavíkurskákmótsins lauk í gærkveldi og eru Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson efstir íslensku keppendanna með 2,5 vinning, fimm erlendir stórmeistarar eru efstir og jafnir. Fjórða umferðin hefst í dag klukkan fimm í Skákhöllinni í Faxafeni og má bústa við að telft verður til ellefu í kvöld en mótinu sjálfu líkur 14. mars.

Meðal keppenda í dag eru Rússneski stórmeistarinn Pavel Tregubovo, Magnus Carlsen, serbneski stórmeistarinn Ivan Ivanisevic, Henrik Danielsen, Egytpinn Ahmed Adly, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Telft verður til ellefu í kvöld en mótinu sjálfu  líkur þann 14 mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×