Innlent

Fengu þau skilaboð að verðið réði öllu

Húsasmiðjan

Forstjóri Húsasmiðjunnar segir fyrirtækið hafa boðið umfram gjaldskrá í lóð Urriðaholts í Garðabæ eftir að hafa fengið þau skilaboð frá stjórn Urriðaholts að verðið réði úrslitum um hver fengi lóðina. Byko bauð ekki umfram gjaldskrá.

Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Byko segir ekkert undarlegt við það að Byko hafi fengið lóð Urriðaholts í Garðabæ, enda hafi sölutilboð Urriðaholts ekki falið í sér verðhugmyndir. Fyrirtækið hafi sett fram gjaldskrá fyrir verð á fermetra og Byko hafi gengið að þeirri gjaldskrá.

Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar segir Húsasmiðjuna hins vegar hafa fengið þau skilaboð frá stjórn Urriðaholts verð væri númer eitt, tvö og þrjú þegar kæmi að vali á því hver fengi lóðina. Því hafi Húsasmiðjan boðið umfram þá gjaldskrá sem Ásdís Halla segir að Byko hafi farið eftir. Geir Zoega, formaður stjórnar Urriðaholts segir þetta rangt hjá Steini Loga, tilboð fyrirtækjanna þriggja hafi verið sambærileg og Húsasmiðjan hafi ekki boðið umfram gjaldskránna sem Urriðaholt lagði fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×