Innlent

Sólveig gagnrýnd

Stjórnarandstöðuþingmenn gripu enn til þess ráðs í gærkvöldi , að lengja mál sitt við aðra umræðu um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, til að tefja fyrir framgöngu málsins. Umræðan stóð fram yfir miðnætti eins og í fyrrinótt, og var enn frestað. Stjórnarandstaðan gagnrýndi Sólveigu Pétursdóttur forseta Alþingis fyrir að efna til kvöldfundarins og vísuðu til fyrri yfirlýsingar hennar um að hún stefndi að því að vinnutími þingmanna yrði fjölskylduvænni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×