Innlent

Fjögurra milljarða hagnaður Símans

Verslun Símans í Kringlunni.
Verslun Símans í Kringlunni. MYND/Páll Bergmann

Síminn hagnaðist um rúma fjóra milljarða króna á síðasta ári. Það er þriðjungi meiri hagnaður en árið áður þegar félagið hagnaðist um þrjá milljarða króna.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 22 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 1.622 milljónir króna eða tæp átta prósent. Heildareignir samstæðunnar námu rúmum 83 milljörðum króna í lok síðasta árs.

Stærstu eigendur Símans eru Exista (43,7%) og Kaupþing banki (29,4%).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×