Fjölmenningarsamfélagið Ísland 26. febrúar 2006 19:06 Þótt Ísland sé ekki fjölmennt samfélag gerist það æ fjölmenningarlegra. Alþjóðahúsið fagnaði fjölmenningunni með því að halda svokallaða þjóðahátíð í gamla Blómavalshúsinu í dag. Yfir 300 manns af meira en 40 þjóðernum undirbjuggu hátíðina og gestum gafst kostur á að smakka yfir 50 mismunandi þjóðarrétti og spjalla við fólk á næstum fjörutíu tungumálum. Það var iðandi mannlíf í gamla blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík í dag. Það var eins og að fara um ókunna veröld í órafjarlægð frá Íslandsströndum. Fólk af öllum regnboganslitum talandi framandi tungum dansandi syngjandi hlæjandi klappandi og stappandi. Hiti og sviti og múgur og margmenni. Markmið þjóðahátíðarinnar sem nú var haldinn af alþjóðhúsinu í þriðja sinn er að kynna það fjölmenningarlega samfélag sem Ísland er orðið og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið, hvernig það auðgar menninguna. Hátíðinni er einnig ætlað að auka skilning á milli fólks af ólíkum uppruna. Heiðursgestir þjóðahátíðarinnar voru þau Baltasar Samper og Alexandra Kuregej Argunova sem settust hér að fyrir mörgum áratugum þegar Íslendingar ráku upp stór augu er erlend vera varð á vegi þeirra. Þegar Baltasar kom hingað sem ungur maður frá Spáni var honum gert að skipta um nafn. Hann gat þó keypt sér sitt gamla nafn aftur þegar lögunum var breytt skömmu síðar. Alexandra Kuregej gaf Alþjóðahúsi málverk í tilefni dagsins. Þrjár Maríur heitir verkið og sýnir þrjár konur, hvíta, svarta og gula. Í borginni búa yfir 5 þúsund erlendir ríkisborgarar af 116 þjóðernum. Þjóðahátíðin endurspeglaði þá staðreynd. Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Þótt Ísland sé ekki fjölmennt samfélag gerist það æ fjölmenningarlegra. Alþjóðahúsið fagnaði fjölmenningunni með því að halda svokallaða þjóðahátíð í gamla Blómavalshúsinu í dag. Yfir 300 manns af meira en 40 þjóðernum undirbjuggu hátíðina og gestum gafst kostur á að smakka yfir 50 mismunandi þjóðarrétti og spjalla við fólk á næstum fjörutíu tungumálum. Það var iðandi mannlíf í gamla blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík í dag. Það var eins og að fara um ókunna veröld í órafjarlægð frá Íslandsströndum. Fólk af öllum regnboganslitum talandi framandi tungum dansandi syngjandi hlæjandi klappandi og stappandi. Hiti og sviti og múgur og margmenni. Markmið þjóðahátíðarinnar sem nú var haldinn af alþjóðhúsinu í þriðja sinn er að kynna það fjölmenningarlega samfélag sem Ísland er orðið og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið, hvernig það auðgar menninguna. Hátíðinni er einnig ætlað að auka skilning á milli fólks af ólíkum uppruna. Heiðursgestir þjóðahátíðarinnar voru þau Baltasar Samper og Alexandra Kuregej Argunova sem settust hér að fyrir mörgum áratugum þegar Íslendingar ráku upp stór augu er erlend vera varð á vegi þeirra. Þegar Baltasar kom hingað sem ungur maður frá Spáni var honum gert að skipta um nafn. Hann gat þó keypt sér sitt gamla nafn aftur þegar lögunum var breytt skömmu síðar. Alexandra Kuregej gaf Alþjóðahúsi málverk í tilefni dagsins. Þrjár Maríur heitir verkið og sýnir þrjár konur, hvíta, svarta og gula. Í borginni búa yfir 5 þúsund erlendir ríkisborgarar af 116 þjóðernum. Þjóðahátíðin endurspeglaði þá staðreynd.
Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira