Innlent

Óásættanleg framkoma við aldraða

Ólafur Ragnar Grímsson segir sorglegt hversu illa öldruðu fólki sé launað starfið við að leggja grunninn að velmegun landsmanna.
Ólafur Ragnar Grímsson segir sorglegt hversu illa öldruðu fólki sé launað starfið við að leggja grunninn að velmegun landsmanna.
Um fimmtíu pör fá ekki að eiga síðustu ævidagana saman af því þau fá ekki inni á sömu stofnun. Þetta er óásættanleg framkoma við eldri kynslóðina segir forseti Íslands.

Sagt var frá því á Fréttavaktinni í vikunni að 38 hjón séu aðskilin í ellinni þegar annað fer á stofnun þar sem hinu eru lokaðar dyrnar af því það er ekki nógu veikt. Þar að auki eru níu hjón sem fengu vistun hvort á sinni stofnuninni. Þetta eru tæplega hundrað einstaklingar allt í allt.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir vakti máls á vandamálinu í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á dögunum. "Þetta eru hundrað of margir við gjörsamlega óviðunandi aðstæður," segir hún. "Þetta getur verið löng bið og sumir fá aldrei þá vist sem þeir eru að bíða eftir."

Forseti Íslands sagði þetta sorglegt dæmi um það hversu illa öldruðum Íslendingum væri launað starfið við að leggja grunninn að þeirri velmegun sem ríkir í dag.

"Og þurfa að skilja hjón að vegna þess að annað er orðið veikt og hitt getur ekki sinnt samveru áfram er ansi napurt. Ég held að við sem yngri erum fyndist það nú ansi grimmt," segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti.

Svanhildur M. Júlíusdóttir og Bolli A. Ólafsson hafa verið gift í áratugi en hefur nú verið stíað í sundur. Svanhildur reynir að heimsækja Bolla á hverjum degi. Hún segir mann sinn taka því mjög illa að þau geti ekki verið saman lengur og sjálfri hefur henni reynst það þrautin þyngri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×