Innlent

Röskva og Vaka í samstarf í Stúdentaráði HÍ

MYND/Hari

Eftir margra ára baráttu hafa þær tvær stóru fylkingar sem barist hafa um Stúdentaráð Háskóla Íslands tekið höndum saman. Um sögulegt samstarf er að ræða og hefur stjórn Stúdentaráðs nú í fyrsta sinn 90% atkvæða á bak við sig.

Þrjár fylkingar voru í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár - H-listinn, Röskva og Vaka. Fyrir kosningarnar sem fram fóru í byrjun febrúar var staðan í Stúdentaráði sú að H-listinn hafði tvo menn og Röskva og Vaka jafnmarga menn eða 9. H - listinn hafði oddastöðu og var formaður ráðsins frá þeim. Eftir kosningarnar nú var staðan óbreytt í ráðinu og enginn með hreinan meirihluta. Eftir samningaviðræður milli fylkinganna ákváðu stóru fylkingarnar tvær að taka höndum saman og starfa saman í meirihluta þetta starfsár. Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands næstkomandi starfsár verður Sigurður Örn Hilmarsson sem er fulltrúi Vöku og framkvæmdastjóri ráðsins verður Ásgeir Runólfsson sem er oddviti Röskvu. Þrátt fyrir að fylkingarnar tvær hafi háð hatramma baráttu í gegnum árin leggst starfsárið vel í þá félagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×