Innlent

Samtök auglýsenda vilja að RÚV verði áfram á auglýsingamarkaði

MYND/GVA

Stjórn samtaka auglýsenda segist ítreka fyrri ályktanir sínar um að Ríkisútvarpið verði áfram á auglýsingamarkaði. Hverfi RÚV af þeim markaði bendi flest til þess að auglýsingakostnaður muni hækka, með þeim afleiðingum að aðgengi auglýsenda að markaði þrengist með hækkandi markaðskostnaði og óvirkari samkeppni. Til lengri tíma litið stuðli fákeppni á auglýsingamarkaði þannig að hækkandi verðlagi á vörum og þjónustu til almennings, að sögn samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×