Innlent

Umtalsvert magn fíkniefna haldlagt

Lögreglan í Reykjavík hefur lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna sem fannst falið í nágrenni borgarinnar. Málið er til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, vill engar frekari upplýsingar gefa um málið á þessu stigi, hvorki um magn, tegund fíkniefnanna né hvar nákvæmlega þau fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×